Færsluflokkur: Bloggar

Þetta getur líka verið vísbending um hið gagnstæða

Að fólk sé farið að taka út pening á visa til að borga reikninga og okurvexti, og sé að búa til "bolta" sem það mun svo velt á undan sér þar til hann springur.

Sem er sama taktink og útrásarvíkingar notuð þegar kom að því að borga lán sem var á gjalddaga, þá var fenginn peningur að láni hjá öðrum til að borga það lán svo þegar borga átti það lán þá var fengið lán hjá öðrum.


mbl.is Einkaneysla að aukast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Breyting á gjaldþrotalögum

Með breytinum þá þarf bankinn kannski að fara að taka meiri ábyrgð á því að lántakandi geti greitt af láninu. System sem er allstaðar annastaðar í heiminum.

Auðvitað á það að vera þannig. Afhverju á bankinn að lána fólki sem getur ekki greitt af láni sínu, hverning sem á það er litið þá á sá aðili ekki að geta fengið lán, og hann á ekkert frekar að fá lán þó hann komið með veð frá ættingja eða vin.

Svo er alveg merkilegt að erlendir bankar geta rekið sig á 1-5% vöxtum en hér er það lífsins ómögulegt nema með verðtrygginu og okurvöxtum.

Nú er kominn tími til að bankar taki ábyrgð á því þegar þeir rústa efnahagskerfinu.


mbl.is Á ekki að vera „hundahreinsun fyrir útrásarvíkinga“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki bara málið að setja þetta í nefnd

og svo mun önnur nefnd fara í gegnum það hvað hin nefndin gerði og svo fer þetta í nefnd hvort hinar nednirnar hafi verði kynréttar svo koma vinstri grænir og segja bara öllum að hjóla o.s.frv......

Heyrði frétt um daginn að einhver íþróttahátíð í Indlandi væri að verða þjóðarhleyksli ...ástæðan það var ekkert gert til að laga það sem aflaga fór, það var allataf búin til nefnd og svo önnur nefnd og svo .......... hljómar kunnuglega.
Þetta er líklega kallað ábyrgðarfælni og er líklega ólæknandi.


mbl.is Bankarnir hafa dregið lappirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki fyrirtæki, tæki og starfsfólk

Gætu starfsmenn tekið sama snúning á bankann og bankinn tekur á fyrirtækið.

S.s.Allir starfsmenn segja upp og hætta það tekur 3 mán. Þá tekur ca 1 ár fyrir fyrirtækið að deyja.
Þá geta fyrri starfsmenn keypt vélasamsæðu fyrirtækisins á uppboði og stofnað nýtt fyrirtæki. ......
mbl.is Arion banki segist vilja endurreisa Sigurplast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mig grunar að avant og askar capital hafi verið fyrir löngu gjaldþrota

en þegar gengistryggð lán hækkuðu um 100% þá settu þeir það strax inn sem eign til að bjarga sér frá gjaldþroti.
Bankar allstaðar í heiminum lifa fínu lífi á 5% vaxtatekjum og þar er ekki verðtrygging.
En ekki á Íslandi, líklega gegna þess að þeir sem voru að stórna voru áhættu fíklar og kunnu ekki að fara með fé, og borguðu sér líklega ansi rífleg laun sem enginn rekstur stendur undir.

mbl.is Askar óska eftir slitameðferð - bráðabirgðastjórn skipuð í Avant
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

þetta er eins og að kreista vatn úr steini

það er ekkert eftir hjá fólki og það eina sem það getur gert er að minnka neyslu sem þýða ....minni tekjur fyrir ríkið...
Eins og hefur komið í ljós eftir vin og bensín hækkun sem ríkið lagði á ekki fyrir löngu neysla minnkaði um að minnstakosti 15%.

Mæli með að fólk fari að fá sé hestvagn og hest ...þá verða vinstri grænir alveg rosa kátir því þá eru allir svo umhverfisvænir.


mbl.is Eldsneyti myndi hækka um 15,45 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar bankahrun varð þá lokuðu allar lánalínur á íslenska banka

því það var augljóst að þeim var ekki treystandi. Þannig að eftir hrun hafa banka ekki verið að kaupa gjaldreyrir til að braska með.

Bankarnir töpuðu óhemju fé til nokkura einstaklinga og þegar bílalán og húsnæðislán stökkbreyttust þannig að 1 miljón varð 4 miljónir þá sáu þeir fram á að geta fjármagðað eigið klúður á kostnað lántakenda því þeir eru fastir í snörunni.
Nú er seðlabanki og FME að gefa þeim leyfi að þeir geti hagað þér alveg eins og þeim lystir og ef þeir klúðra einhverju þá senda þeir reikninginn á þá lántakendur sem eru með veð.

Ég myndi stinga upp á að settur verði upp vefur það sem farið er í gegnum það hvernig almenningur getur gert sig gjaldþrota því það er að verða eina lausnin.

Því hver hefur efni á að borga lán sem fjórfaldast.....


mbl.is Tilmælin gefa hagfelldari lyktir en gengistrygging
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef allir spara

hvaðan koma þá vaxtatekjurnar?

Vextatekjur koma úr vasa annara er það ekki s.s. lántakenda.

Á einni nóttu stökkbreyttust lán t.d. veit ég um aðila sem tók 3 miljóna bílalán það varð að 9 miljóna skuld vegna þess að krónan varð verðlaus en þeir sem eiga pening virðast ekki skilja að það er verið að blóðmjólka almenning og fyrirtæki sem þurftu að taka lán og það kemur að því að fólk gefst upp og þeir sem tóku lán munu láta útskurða sig gjaldþrota því það er eina lausnin.

Svo er annað
Hvaða heilvita manni heldur þú að detti í hug að taka lán í framtíðinni ef lán geta 2-3 faldast á einni nóttu.
Þannig að þessir sparifjáreigendur geta alveg eins haft þessa peninga undir koddanum sínum því ekki vil ég þá að láni.

Svo spretta fram ýmsir ráðamenn og eru með miklar fullyrðingar um þá sem tóku lán og tala um þá sem örsök þess að krónan er verðlaus og að þeir séu peninga sukkara og eyðsluklær. En svo vilja þessi sömu aðilar alveg endilega lána sem mest á verðtryggðum okurvöxtum sem eru komnir úr öllum takt við launa vísitölu til þess að þeir geti grætt meiri pening ...þvílíkt rugl. Setjið sömu vísitölu á launin og þá hefur fólk efni á að borga af lánunum.

Það voru nefnilega ekki allir að kaupa jeppa og flatskjái. Flestir voru líklega að kaupa fjölskyldubíl, húsnæði eða kannski að stofna fyrirtæki og enginn gerði ráð fyrir að krónan yrði verðlaus og ekki einusinni þú herra sparifjáreigandi.


mbl.is Bruðlurum bjargað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fólk gleymir alltaf að íslenska krónan varð verðlaus

og af hverju á lántakandi að bera þá byrgði einn hvort sem hann er með gengistryggt lán eða vísitölu tryggt lán.

Ég hef verið að velta fyrir mér hvernig gengislánin hafa verið útfærð.
Mig grunar að lánafyrirtæki hafi keypti gjaldeyri t.d. pakka á 100 miljónir ísl og lánað svo Íslendingum í íslenskum krónum, svo voru þau lán gengistryggð þannig að ef gengið hækkaði þá hækkuðu lánagreiðslur í hlutfalli til þess að sama kostnaðarhlutfall væri á næsta lánapakka þegar hann var keyptur. En þegar krónan varð verðlaus þá hættu lánveitendur að kaupa erlendan gjaldeyrir því þessi lán voru ekki lengur í boði en og þetta er stóra enið, En þeir hækkuðu lánin upp sem nam gengisfallinu og hafa haldið eftir þeim hluta af gengishagnaðinum og hafa stórgrætt á því.

En með gengistryggð lán og verðtryggð lán þá ganga þau ekki upp þó svo að Mörður og aðrir segi að fólk verði að borga sína skuld á verðtryggðum okurvöxtum, allir vilja borga sína skuld með viðráðanlegum vöxtum, ekki stökkbreyttum höfuðstól og okurvöxtum

Laun hafa ekki hækkað um þá prósentu sem lánin hækkuðu og því ætti öllum að vera ljóst að dæmið gengur ekki upp hvernig sem á það er litið. Launin duga ekki fyrir stökkbreyttum lánum. Þannig að það þarf að laga bæði gegnistrygg lán og verðtryggð lán annars fara 40-60% þjóðarinna í gjaldþrot það er bara spurning hve langann tíma það tekur viðkomandi.



mbl.is Vill verðtryggingu á lánin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Dóri J

Höfundur

Halldór Jónasson
Halldór Jónasson
Þetta er mín skoðun. Þú hefur líklega aðra skoðun og ég virði það.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Útreikningur
  • Útreikningur
  • Útreikn
  • Línurit
  • linurit 783390.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband