Færsluflokkur: Bloggar

Skoða verður þetta í samhengi

Megnið af þeim bílum sem seldir voru á jan og feb voru seldir í fyrra. t.d. nýji landcruserinn. Það seldust nokkuð hunduð stk sem voru svo afgreiddir í jan og feb. 
Það er líklega ekki hinn almenni neitandi sem er að kaupa þessa bíla því stk. kostar nokkuð margar miljónir.

Bíla sala í mars er búinn að snar hægjast og er eiginlega stopp.

Svo er alltaf talað í fjölðmiðlum eins og hinn almenni neytandi sem er að drepast í þessu landi sé að spreða.

 


mbl.is Aukinn halli á vöruskiptum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðsjóðsskatt á ofurlaun

Skella bara ofurskatti á ofur laun þá erum við ekki lengi að koma upp björgunar hring. Björgunar hringurinn væri hvort eð ætlaður í að redda málum hjá þeim sem eru að rugga þjóðaskútunni og þeir eru á ofurlaunum.
mbl.is Íslendingar komi sér upp þjóðarsjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áhugavert - ástæðan fyrir kreppunni

Fengið af vef seðlabanka.

http://sedlabanki.is/?PageID=13&NewsID=1718 

Matsfyrirtækið Moody's gefur út ársskýrslu um Ísland  

Skýrslan vísar til mikillar erlendrar skuldasöfnunar bankakerfisins á nýlegu ofþenslutímabili. „Mest hefur farið í fjárfestingar erlendis eða til íslenskra fyrirtækja sem hafa tekjur í erlendum gjaldmiðlum“, segir Feldbaum-Vidra. „Áhyggjuefni okkar er að þessar óbeinu skuldbindingar í erlendum gjaldmiðlum reyni á getu stjórnvalda sem lánveitanda til þrautavara á þann veg að það samrýmist ekki lánshæfiseinkunninni Aaa.“

Svo er það básúnað í fjölmiðlum að kreppan sé vegna þess að venjulegt fólk hafi verið að leyfa sér of mikið. 1hlutur (t.d. bíll á 20 milj) sem ofurforstjóri kaupir sér er á við 10 bíla hjá normal fólki. Þanning að ef nýja vonabí þotuliðið er hamið þá væri engin kreppa. Og þá væri óþarfi að hækka vexti upp úr öllu valdi til að stoppa almennan neitanda í að kaupa sér hluti.  Því það er hinn almenni neytandi sem heldur öllu gangandi. Um leið og hann hættir að kaupa hluti þá hrindur allt. Og nú fara domino áhrifin að koma.  Það á fjöldi fyrirtækja og fólks eftir að fara á hausin á næstu mánuðum ef ekkert er gert.

Eins og of fyrr segir  þá voru það gamblarnir í útrásinni sem komu okkur í þetta klandur og þeir eiga að bíta úr nálini með það ekki velta því yfir á okkur hin.  Þeir hafa grætt óhemju undanfarin ár og þeir eiga að taka kreppuna á sig. Montandi sig á ofur launum sem eru svo há að það er algerlega út í hött. T.d þega frétt kom um það að einn forstjórinn væri með hærri mánaðar laun er forstjórar stæðstu banka heims.  Reyndar er það kannski of seint núna, þeir búnir að koma öllu góssinu í erlenda mynt og bíða þeir bíða á Bahamas eftir að hagnast á því. En í framtíðinni þá ætti að skattleggja luxus þannig að ef þig langar í bíl yfir t.d. 5 milj þá er það luxus og ætti að vera með luxus tolla. Þá kannski ná þeir aðeins að hemja sig og á móti þá er ríkið að eignast pening til að taka á næstu kreppu.

Kveðja D J


Lausin á kreppunni hækka skatta á öllum lúxus.

Ég heyrði frábæran brandara um daginn  í fréttunum, að þar sem starfsmaður banka var að segja að þar sem vextir væru svo hári að þá væri gott að legga peninga inn í banka og þá myndi maður græða helling.
Hann hefur líklega ekki heyrt af því hve mikið yfirdrættir hafa hækkað á síðustu árum,  ekki er það fólk að fara að leggja inn pening.
Hver ætli það sé sem á pening til að legga inn?  hmmm..  Líklega þeir sem fengu milljarða að láni til að fjármagna útrásina. 
Allur heimurinn var gapandi að undrun, hvaðan komu allir þessi peningar sem íslensku undra drengirnir voru að fjárfesta fyrir, sumir sögðu að þetta hlyti að vera peningar frá einhverjum rússneskum glæpaklíkum en svo kom í ljós að þetta var allt tekið að láni.

Svo hrikti í stoðunum, verðbréf í bandaríkjunum hrundu og þá hrundi spilaborgin, alveg eins og búið var að spá fyrir í erlendum blöðum fyrir um ári síðan, þeir vöruðu okkur við að svona mikil útrás gæti verið hættuleg en viðbrögðin hér á íslandi voru á þá leið að þeir væru bara öfundsjúkir, því þeir ættu ekki svona mikla fjármála undra drengi. Við hefðum betur hlustað á aðvarirnar. 

Svo kemur Seðlabakastjóri og segir að nú verði almenningur að blæða, og ekki er minnst á braskarana (sem ég vill nú bara kalla spilasjúklinga) og að þetta sé á nokkurn hátt þeim að kenna.
Nei almenningur verður að hætta að bruðla.

Ekki langt siðan ég heyrði að það væri verið að selja einn Ranger Rover á dag og svo var verið að setja nokkur hundruð nýja Land Crusera í janúar og febrúar. 
Svo eru sumir sem flytja möl með þyrlu.
Líklega ekki  almennur launþegi sem er að standa í þessu bruðli.
Ég held að þarna séu akkurat markhópurinn sem getur reddað þessu.    

S.s. lausnin á kreppunni er sú að hækka skatta á öllum lúxus vörum og þjónustu, og hækka vel. Þeir sem vilja lúxus hafa alveg efni á því að borga meira og við hin náum þá kannski að skrimta.  kv
Halldór

 


Nú hækkar líklega olían!

Þeir hjóta að nota sömu reddingar og seðlabankinn hækka bara verðið eins og vextina og láta almenninginn borga klúðrið.
mbl.is 1000 lítrar af díselolíu fóru í sjóinn við Sundahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Dóri J

Höfundur

Halldór Jónasson
Halldór Jónasson
Þetta er mín skoðun. Þú hefur líklega aðra skoðun og ég virði það.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Útreikningur
  • Útreikningur
  • Útreikn
  • Línurit
  • linurit 783390.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband