Færsluflokkur: Bloggar
21.11.2008 | 12:50
Líðræði!! Líðurinn á að ráða ekki sjálfstæðismenn sem reyna að hanga
eins lengi og mögulegt er. Þið getið ekki kjaftað ykkur út úr þessu og þið berið mest ábyrgð.
Sjálfstæðis menn eru ekki að standa sig og stór hluti er að þið látið ekki Davíð fara. Ef hann fer og Geir þá gæti myndast ró.
Ef þið gerið það ekki þá þarf að kjósa strax Líðurinn sem þið eruð að vinna fyrir vill það.
Hissa á ummælunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.11.2008 | 01:15
Langtímaminni Íslendinga er stutt
Vilja ekki 90% kostningu en auðvitað veit almenningur neitt
Nei þeir þurfa aðeins lengri tíma til að moka yfir skítinn. Svo er líka minni okkar íslendinga verulega stutt og strax byrjað að heyrast í fólki sem segir að Geir sé besti maðurinn í verkið.
Maðurinn sem er búinn að segja allt árið "AÐ EKKI VÆRI TÍMABÆRT AÐ GERA NEITT "þegar allur almenningur sá fyrir löngu síðan að allt var að fara til andskotans.
Aðgerðarleysi Geirs var þess valdandi að við erum gjaldþrota. Kannski var það vegna þess að Davíð togaði ekki í spottann á leikbrúðunni sinni.
En aðal vandamál íslands er Davíð og hroki hans við íslenskan almenning og Hitlers taktar. En Geir er greinilega ekki á því að gera neitt (Enda ekki tímabært). þannig að við verðum að kjósa uppá nýtt strax til þess að losna við Davíð. EF Geir og Davíð mundu segja af sér þá strax myndi spennan minka í landinu og einngi myndi alheimurinn fá trú á að við ættum möguleika á að komast í gegnum þetta.
Finnst engum undarlegt að allar þjóðir heims treystu sér ekki (eða treystu ekki ríkisstjórninni)og vildu ekki lána okkur pening fyrir en utanaðkomandi aðillar væri komin með hendina á stýrið. Þannig að trúverðugleikinn er enginn með þá stjórn sem við erum með og þessir menn ættu að sjá sóma sinn í því að stíga til hliðar og láta ekki valdhroka stjórna gerðum sínum.
Þeir segja að ekki megi skipta um ræðara í miðri á.
VIÐ aðmenningur erum ræðararnir.
Geir og co er liðið á bakkanum sem öskrar á okkur í hvaða átt við eigum að fara.
Þannig að við förumst ef þeir standa sig ekki. Og það er að gerast núna og við viljum ferskan öskrara sem er ekki framlenging af Davíð ......
Ekki stefna aðgerðunum í hættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.11.2008 | 16:06
Voðalega tala mbl menn varlega. Frétt visir var aðeins öðruvísi.
þar segir
"Poul Thomsen, aðstoðarforstjóri Evrópudeildar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF), segir að flot krónunnar gæti skapað öldu af gjaldþrotum fyrirtækja og heimila, það er þeirra sem eru með mikið af lánum í erlendum myntum.
Þetta kom fram á símafundi Thomsen með íslenskum fréttamönnum í dag. Thomsen segir að til lengri tíma litið muni krónan ná stöðugleika í kringum núverandi gengi Seðlabankans eða að evran muni kosta um 177 krónur þegar fram í sækir."
sjá http://visir.is/article/20081120/VIDSKIPTI06/393128152
S.s. á mannamáli þá mun evran væntanlega rjúka uppúr öllu valdi segjum 2-300 krónur 1 evra þegar krónan verður sett á flot.
Reyndar mun það verða til þess að fjöldi fyrirtækja og einstaklinga mun fara á hausinn (bömmer). svo mun evran ná 177 einhvertíman í framtíðinni. ætli það sé 1-2 ár .
Gleðilega framtíð, við erum sem sagt stödd í hurðargati helvítis og erum að fara að renna okkur á rassinum niður.
Vextir IMF rúm 4% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.11.2008 | 16:01
Enda til hvers að hanga hér
Allar eigir og innistæður verðlausar.
18% vextir + verðbætur sem er að drepa öll fyrirtæki og almenning.
Magnað tæki sem seðlabankinn notar til að ná niður verðbólgunni. Og svínvirkar líka svona.
Því ef enginn býr á íslandi þá er engin verðbólga.....
Eins að lækna krabbamein með því að skjóta sjúklinginn í hausinn, reyndar drepst sjúklingurinn en krabbameinið er horfið.
Svo bætist ofan á allt óhæfir stjórnmálamenn sem bera enga ábyrgð og eru bara að ná sem mestu út fyrir sig og sína. Fégráðugir bankamenn, bankaeigendur og verðbréfa gamblarar sem eru búinir að skuldsetja allan almenning uppfyrir haus.
Svo eignum við að vera að taka til eftir þessa vitleysingja.
Kæmi mér ekki á óvart að ca 20% Íslendinga flyti á brott innan árs (og þá er ég bjartsýnn).
Ásókn í störf í útlöndum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.11.2008 | 01:57
Er ekki bara alveg ágætt að fá evru og ganga í Evrópusambandið
Skil ekki alveg þegar fólk segir að ekki megi ganga í Evrópusambandið því þá munum við missa auðlindir okkar. ........Do.... við erum búnin að missa auðlindir okkar. Það eru nokkrir greifa sem eiga nær allan fisk sem veiddur er. Það eru allskonar vinir og kunningar spiltra stjórnmálamann sem eru búinir að þurausa allar auðlindir Íslands og ekki nóg með það heldu skuldsetja okkur uppfyrir haus um langa framtíð.
Þannig að ég hef ekkert fundið fyrir því að hér séu einhverja auðlindir sem almúginn græðir á.
Ísland er eins og flott einbýlishúsi, auðvitað er leiðinlegt að missa það en það er marg veðsett á verðtryggðum lánum þannig að eignin er enginn, en segja svo að vegna þess að húsið sé svo flott þá má engin útlendingur komast í að eiga það eða leigja það.
Þessir álfar eru búnir að tapa Íslandi í gambli og þeir sem áttu að hafa eftirlit með fjárglæframönnunum sem voru með tugi miljóna í laun á mánuði gerðu ekkert því það var aldrei tímabært.
Ef gengið er í Evrópusambandið þá verður mun erfiðara fyrir þessa þingmenn og klíkuhópa að hirða af okkur allt. Þá yrði allt í fastari skorðum. Þá yrði mun betra fyrir okkur almenning að búa hér. Það væri engin verðtrygging og okurvextir.
Þingmenn gætu ekki breitt lögum sér og sínum vinum í vil til að hirða eignir okkar. Þeir væru þá loksins að vinna fyrir okkur en ekki að reyna að hirða allt af okkur.
Þá væru ekki 18% vextir til að halda krónuræfli á floti og vertrygging. Hvaðan haldið þið að þessir 18% vextir komi sem á að greiða erlendum fjárfestum fyrir að fjárfesta í krónunni? Nú úr vasa okkar. Höfum við efni á því að borga fjárfestum 18% arð að peninginum sínum. Nei.
Það á að lækka vexti strax og hefja uppbygginu á íslandi. Með 18% vöxtum þrífst ekkert atvinnulíf.
hvað þá ef einhverjir bjartsýnis manninu dettur í hug að stofna fyrirtæki sem gæti aflað gjaldeyris fyrir þjóðfélagið.
Það gengur ekki. Þannig að ef haldið er áfram með 18% vexti og verðtrygginuna þá verður ekkert eftir hér á Íslandi eftir 2-3 ár nema nokkrir þingmenn og vinar þeirra.
Afhverju ættum við að láta bjóða okkur að þeir hirði af okkur aleiguna, rukki okkur svo fyrir gamblið og leggi svo á okkur 18% vexti og verðbætur.
Það er ekkert mál að flytja og finna sér eitthvað annað að gera og þúsundir eiga eftir að gera það næstu mánuði ef ekki verður neitt gert.
Við þurfum að byggja upp Ísland. Og það hefst ekki með því að drekkja okkur í vöxtum og verðbætum og svo þegar allir eru á barmi gjaldþrots þá koma ráðamenn og gefa afslátt á hinu og þessu. Það er eins og að berja mann í klessu með kylfu og rétta honum svo plástur..
Annars ættu ASI að beita sér fyrir því að öll laun íslendinga verði verðtryggð. Fyrst þeir eru svona hrifnir að verðtrygginu. þ'á skiptir engu hve mikið allt hækkar því launin elta þá verðlagið og þá getum við borgað af lánunum okkar. Sömu rök og þeir nota um verðtrygginu á lánum. Þett verður nátturulega að ná í báðar áttir
Ef evra væri hér þá væri stöðugleiki og lágir vextir. sem er númer eitt fyrir fyrirtæki og þarf að leiðandi fyrir almenning og þegar fyrirtæki og almenningur blómstrar þá blómstrar allt í kring.
Líflegur ASÍ-fundur í kvöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.11.2008 | 01:57
Hvar er peningurinn sem lagður var inn á reikning Icesave????
Af hverju eru ransókna fréttamenn ekki að elta það uppi eða ap minnsta kosti að varpa þeirri spurningu fram.
Ekki gufaði allur peningurinn upp, eða fór hann allur í að borga toppunum laun og bónust greiðslur ???? Ef peningurinn er þar þá á að taka lögtak í öllu þeirra drasli og kæra þá í leiðinni fyrir bankarán.
Ísland stendur frammi fyrir gjaldþroti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.11.2008 | 16:36
En hvað ætli kostnaðaraukinn sé mikill á fjölgun árekstra
Vilja innheimta gjald vegna nagladekkja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.11.2008 | 19:41
Hagræðing er númer eitt í kreppu. Loka 60% bensínstöðva og lækka verð
Það er nóg hafa eina stöð í hverjum bæ og tvær í Reykjavík og því væri hægt að loka 60%.
Ríkið verður að yfirtaka eldsneytistöðvarnar ef þeir ætla að reyna að ná verðbólgunni niður, þetta lið sem stjórnar þeim er greinilega ekki treystandi fyrir þessu eins og komið hefur í ljós þegar þeir voru dæmdir fyrir verðsamráð. Olíufélögin geta rekið þessar sjoppur sínar áfram en ríkið á að yfirtaka eldsneytið.
Hafa bara eitt ríkisfélag olíufélag, því það er enginn samkeppni
Það getur nú ekki breytt miklu fyrir okkur. Innkaup eru sameiginleg hjá þeim, það er sama okur verðið allstaðar, engin samkeppni þar, sömu dælurnar, sama bensínið. ríkið gæti stórlækkað þennan verðbólgu þátt strax. Mæli með því að það fari af stað undirskriftarlisti þar sem fólk ákveður hvaða félagi á að loka og ef þeir loka þeim ekki og lækka verð þá verslum við ekki þar.
SAMSTAÐA er númer eitt, því þannig náum við að breyta þessu.
Eldsneyti hækkar hjá N1 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.11.2008 | 11:30
Á Valgerður ekki að frekar að axla ábyrð ?
Var það ekki hún sem seldi t.d. landsbankann og setti þeim engar reglur eða að minnstakosti ansi lausar reglur sem varð til þess að við fórum á hausinn.
Svo segjast þeir þessir alþingismenn ekki hafa hugmynd um neitt. Það er alveg eins hægt að pikka upp hvaða mannsekju á götunni og hún hefði greinilega sömu þekkingu á þessu eins og ráðherrarnir. Ef þú hefur ekki vit á því sem þú ert að gera þá áttu að hætta. Því það er mjög greinilega að þeir sem hafa stjórnað hafa ekki hundsvit á því sem þeir voru að gera.
Það er greinileg að það á að passa að ekkert leki til okkar. Spillingarliðið ætlar að halda í allt sukkið.
Og núna eru allir þeir sem komu okkur í skítinn að raða sér upp og bíða eftir að fá miljarða þegar uppbyggingin hefst.
Engin er ómissandi og síst þeir sem komu okkur í þessa vitleysu. En samt segja margir "en hvað annað er betra?"
Það er eins og að vera í óhamingjusömu hjónabandi og hafa ekki þor í að slíta því, og segja að þó svo að þú mynidr skilja við konuna þá væru allar hinar eins. Eru allar konur eins?
Ég mæli með því að fleiri heiðvirtir alþingismenn leki upplýsingum til okkar.
Hvað var svona alvarlegt þó að þetta hefði farið til fjölmiðla?
Greinilegt að sumir þurfa að fela eitthvað óhreint og greinilegt er að verið er að fórna góðum manni. Bjarni var rödd almennings í landinu.
Bjarni hefði átt að færa sig yfir í annan flokk.
Bjarni segir af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.11.2008 | 08:59
Er ekki bara fínt að hafa gegnsæi í þessu.
Ef menn hafa ekkert að fela þá getur umræðan ekki komið sér illa, ef menn hafa eitthvað að fela þá er flott ef það kemur upp á yfirborðið og það fólk beri ábyrð á gjörðum sínum. Er ekki alltaf verið að tala um það þessa dagana að alþingismenn eigi að bera ábyrð á gjörum sínum. Það á bara að þakka Bjarna fyrir að koma þessu upp á yfirborðið.
Bjarni íhugi stöðu sína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Dóri J
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar