23.6.2010 | 04:05
Ef allir spara
hvaðan koma þá vaxtatekjurnar?
Vextatekjur koma úr vasa annara er það ekki s.s. lántakenda.
Á einni nóttu stökkbreyttust lán t.d. veit ég um aðila sem tók 3 miljóna bílalán það varð að 9 miljóna skuld vegna þess að krónan varð verðlaus en þeir sem eiga pening virðast ekki skilja að það er verið að blóðmjólka almenning og fyrirtæki sem þurftu að taka lán og það kemur að því að fólk gefst upp og þeir sem tóku lán munu láta útskurða sig gjaldþrota því það er eina lausnin.
Svo er annað
Hvaða heilvita manni heldur þú að detti í hug að taka lán í framtíðinni ef lán geta 2-3 faldast á einni nóttu.
Þannig að þessir sparifjáreigendur geta alveg eins haft þessa peninga undir koddanum sínum því ekki vil ég þá að láni.
Svo spretta fram ýmsir ráðamenn og eru með miklar fullyrðingar um þá sem tóku lán og tala um þá sem örsök þess að krónan er verðlaus og að þeir séu peninga sukkara og eyðsluklær. En svo vilja þessi sömu aðilar alveg endilega lána sem mest á verðtryggðum okurvöxtum sem eru komnir úr öllum takt við launa vísitölu til þess að þeir geti grætt meiri pening ...þvílíkt rugl. Setjið sömu vísitölu á launin og þá hefur fólk efni á að borga af lánunum.
Það voru nefnilega ekki allir að kaupa jeppa og flatskjái. Flestir voru líklega að kaupa fjölskyldubíl, húsnæði eða kannski að stofna fyrirtæki og enginn gerði ráð fyrir að krónan yrði verðlaus og ekki einusinni þú herra sparifjáreigandi.
Bruðlurum bjargað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Dóri J
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þarna mælir Pétur rétt. Kjánarnir sem tóku þessi lán þurfa að vera nafngreindir og borga hæfilega vexti að auki, það er bara sanngjanrt. Það er búið að leysa fíflin úr snörunni, en það má ekki vera á kostnað hins almenna skattborgara.
Guðmundur Pétursson, 23.6.2010 kl. 04:47
Guðmundur, það er mikið sannleikskorn hjá þér.
Halldór, ég kalla það mjög mikið bruðl að kaupa bíl á þrár miljónir þegar þú hefur ekki efni á honum. Er lífsins nauðsynlegt að taka þriggja miljón króna bílalán? Það hefur alla tíð verið vitað að bílalán eru með þeim dýrustu sem til eru. Hvernig væri ef fólk færi að hætta að kenna öllum öðrum um hvernig það er statt? Við, almennir skattborgarar, þurfum að borga fyrir misvitrar fjárfestingar eins og 3 miljón króna erlent bílalán.
Síðan talar þú um að þú viljir verðtryggingu á laun. Þar kemur í ljós að þú ert ekki með hlutina á hreinu. Ef að verðtrygging væri einnig á launum þá væru launin miklu lægri í dag og mikið erfiðara væri að borga af lánum. Launavísitalan hefur hækkað miklu meira heldur en neysluvísitalan s.l. ár. M.ö.o. launin hafa hækkað mikið meira heldur en verðbólgan.
Ólafur Guðmundsson, 23.6.2010 kl. 07:37
Það skiptir engu máli hver lánsupphæðin er, þessi tala var sett inn til að sýna hve mikið lán hafa hækkað. Við getum alveg eins sagt 2 miljónir sem verða að 6 miljónum. Ekki festat í einhverji mýtu um að þeir sem hafa verið að taka lán hafi verið að bruðla. Þetta er ekki eðlileg vaxta aukning
Auðvitað er ekki lífsnauðsynlegt að taka lán og það munu lánastofnanir komast að á næstu árum þegar enginn vill taka lán hjá þessum okurlánurum, þá held að þeir fari að grenja og þeir munu eyða miklum fjármunum í að fegra ímynd sína og lokka fólk til að taka lán því eins og heiti fyrirtækjana skýrir þá eru þetta LÁNAFYRIRTÆKI.
Svo með verðtrygginguna hvernig geta laun lækkað ef þau eru bundin við sömu vísitölu og lánin t.d. ef lán hækkar um 20% þá hækka laun un 20% en skil ekki hverning þú færð út að laun lækki við það
Ég hef verið að velta fyrir mér hvernig gengislánin hafa verið útfærð af LÁNAFYRIRTÆKJUNUM.
Mig grunar að lánafyrirtæki hafi keypti gjaldeyri t.d. pakka á 100 miljónir ísl og lánað svo Íslendingum í íslenskum krónum, svo voru þau lán gengistryggð þannig að ef gengið hækkaði þá hækkuðu lánagreiðslur í hlutfalli til þess að sama kostnaðarhlutfall væri á næsta lánapakka þegar hann var keyptur. En þegar krónan varð verðlaus þá hættu lánveitendur að kaupa erlendan gjaldeyrir því þessi lán urðu ekki lengur í boði hjá Íslenslu Lánafyrirtækjunum en og þetta er stóra enið, En þeir hækkuðu lánin upp sem nam gengisfallinu og hafa haldið eftir þeim hluta af gengishagnaðinum og hafa stórgrætt á því. Þannig að ég skil ekki hvernig leiðrétting á því lendi á skattgreiðendum. Lánafyrirtækin eru að innheimta vexti sem þeir hafa engan rétt á að innheimta.
Halldór Jónasson, 23.6.2010 kl. 11:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.