25.6.2010 | 19:52
Hvað hefði gerst eg gengið hefði styrkst?
og að gengis vísitalan myndi verða eins og fyrir 3-4 árum þegar lánið var tekið (sem er sama staða og afnám gengistryggingar), myndu þá bankarnir fara á hausinn?
Þá myndu lánin fara í það sem þau voru þegar þau voru tekin + vextir.
Nei bankarnir myndu þá ekki fara á hausinn því að með styrkingu krónunar þá myndi skuldinn í erlendir mynt minnka í íslenskum krónum.
Þannig að ef gengistrygging er tekin af og bankin er látin taka það á sig þá er það hagur bankans að krónan styrkist og þá myndu bankar vinna í því að styrkja krónuna í stað þess að veikja hana eins og þeir gerðu áður.
Gengið á eftir að jafna sig á næstu árum og krónan á eftir að styrkjast en aðeins ef bankarnir hafa áhuga á því, núna er áhuginn enginn.
Þannig að með því að afnema gengistryggingu og og láta bankana taka skellinn þá hefur bankinn tækin til að vinna í því að styrkja krónuna, og með styrkingu á krónunni þá lækka lán hjá öllum hvort sem þeir eru með gengis eða verðtrygð lán. Ef almeningur fær skellinn á gengis og verðtygðum lánum (s.s. á bankahruninu og því að krónan er verðlaus) þá hefur bankinn alls engan áhuga á að gengið styrkist því þá lækkar skuldakrafan á íslensk heimili og fyrirtæki.
Fjármálaráðherra hefur gífulegar áhyggjur á því að bankar ráða ekki við þetta högg en hann virðist ekki gera sér neina grein fyrir því að almenningur getur ekki greitt upp flipp bankana og það stefnir í það 40% þjóðarinnar verði gjaldþrota.
AGS hefur áhyggjur af bönkunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Dóri J
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.