Lausin á kreppunni hækka skatta á öllum lúxus.

Ég heyrði frábæran brandara um daginn  í fréttunum, að þar sem starfsmaður banka var að segja að þar sem vextir væru svo hári að þá væri gott að legga peninga inn í banka og þá myndi maður græða helling.
Hann hefur líklega ekki heyrt af því hve mikið yfirdrættir hafa hækkað á síðustu árum,  ekki er það fólk að fara að leggja inn pening.
Hver ætli það sé sem á pening til að legga inn?  hmmm..  Líklega þeir sem fengu milljarða að láni til að fjármagna útrásina. 
Allur heimurinn var gapandi að undrun, hvaðan komu allir þessi peningar sem íslensku undra drengirnir voru að fjárfesta fyrir, sumir sögðu að þetta hlyti að vera peningar frá einhverjum rússneskum glæpaklíkum en svo kom í ljós að þetta var allt tekið að láni.

Svo hrikti í stoðunum, verðbréf í bandaríkjunum hrundu og þá hrundi spilaborgin, alveg eins og búið var að spá fyrir í erlendum blöðum fyrir um ári síðan, þeir vöruðu okkur við að svona mikil útrás gæti verið hættuleg en viðbrögðin hér á íslandi voru á þá leið að þeir væru bara öfundsjúkir, því þeir ættu ekki svona mikla fjármála undra drengi. Við hefðum betur hlustað á aðvarirnar. 

Svo kemur Seðlabakastjóri og segir að nú verði almenningur að blæða, og ekki er minnst á braskarana (sem ég vill nú bara kalla spilasjúklinga) og að þetta sé á nokkurn hátt þeim að kenna.
Nei almenningur verður að hætta að bruðla.

Ekki langt siðan ég heyrði að það væri verið að selja einn Ranger Rover á dag og svo var verið að setja nokkur hundruð nýja Land Crusera í janúar og febrúar. 
Svo eru sumir sem flytja möl með þyrlu.
Líklega ekki  almennur launþegi sem er að standa í þessu bruðli.
Ég held að þarna séu akkurat markhópurinn sem getur reddað þessu.    

S.s. lausnin á kreppunni er sú að hækka skatta á öllum lúxus vörum og þjónustu, og hækka vel. Þeir sem vilja lúxus hafa alveg efni á því að borga meira og við hin náum þá kannski að skrimta.  kv
Halldór

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Lausnin á kreppunni gæti verið sú að ráða fagmenn í Seðlabankann og sem fjármálaráðherra???

Hólmdís Hjartardóttir, 12.4.2008 kl. 02:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dóri J

Höfundur

Halldór Jónasson
Halldór Jónasson
Þetta er mín skoðun. Þú hefur líklega aðra skoðun og ég virði það.
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Útreikningur
  • Útreikningur
  • Útreikn
  • Línurit
  • linurit 783390.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband