19.11.2008 | 01:57
Er ekki bara alveg ágætt að fá evru og ganga í Evrópusambandið
Skil ekki alveg þegar fólk segir að ekki megi ganga í Evrópusambandið því þá munum við missa auðlindir okkar. ........Do.... við erum búnin að missa auðlindir okkar. Það eru nokkrir greifa sem eiga nær allan fisk sem veiddur er. Það eru allskonar vinir og kunningar spiltra stjórnmálamann sem eru búinir að þurausa allar auðlindir Íslands og ekki nóg með það heldu skuldsetja okkur uppfyrir haus um langa framtíð.
Þannig að ég hef ekkert fundið fyrir því að hér séu einhverja auðlindir sem almúginn græðir á.
Ísland er eins og flott einbýlishúsi, auðvitað er leiðinlegt að missa það en það er marg veðsett á verðtryggðum lánum þannig að eignin er enginn, en segja svo að vegna þess að húsið sé svo flott þá má engin útlendingur komast í að eiga það eða leigja það.
Þessir álfar eru búnir að tapa Íslandi í gambli og þeir sem áttu að hafa eftirlit með fjárglæframönnunum sem voru með tugi miljóna í laun á mánuði gerðu ekkert því það var aldrei tímabært.
Ef gengið er í Evrópusambandið þá verður mun erfiðara fyrir þessa þingmenn og klíkuhópa að hirða af okkur allt. Þá yrði allt í fastari skorðum. Þá yrði mun betra fyrir okkur almenning að búa hér. Það væri engin verðtrygging og okurvextir.
Þingmenn gætu ekki breitt lögum sér og sínum vinum í vil til að hirða eignir okkar. Þeir væru þá loksins að vinna fyrir okkur en ekki að reyna að hirða allt af okkur.
Þá væru ekki 18% vextir til að halda krónuræfli á floti og vertrygging. Hvaðan haldið þið að þessir 18% vextir komi sem á að greiða erlendum fjárfestum fyrir að fjárfesta í krónunni? Nú úr vasa okkar. Höfum við efni á því að borga fjárfestum 18% arð að peninginum sínum. Nei.
Það á að lækka vexti strax og hefja uppbygginu á íslandi. Með 18% vöxtum þrífst ekkert atvinnulíf.
hvað þá ef einhverjir bjartsýnis manninu dettur í hug að stofna fyrirtæki sem gæti aflað gjaldeyris fyrir þjóðfélagið.
Það gengur ekki. Þannig að ef haldið er áfram með 18% vexti og verðtrygginuna þá verður ekkert eftir hér á Íslandi eftir 2-3 ár nema nokkrir þingmenn og vinar þeirra.
Afhverju ættum við að láta bjóða okkur að þeir hirði af okkur aleiguna, rukki okkur svo fyrir gamblið og leggi svo á okkur 18% vexti og verðbætur.
Það er ekkert mál að flytja og finna sér eitthvað annað að gera og þúsundir eiga eftir að gera það næstu mánuði ef ekki verður neitt gert.
Við þurfum að byggja upp Ísland. Og það hefst ekki með því að drekkja okkur í vöxtum og verðbætum og svo þegar allir eru á barmi gjaldþrots þá koma ráðamenn og gefa afslátt á hinu og þessu. Það er eins og að berja mann í klessu með kylfu og rétta honum svo plástur..
Annars ættu ASI að beita sér fyrir því að öll laun íslendinga verði verðtryggð. Fyrst þeir eru svona hrifnir að verðtrygginu. þ'á skiptir engu hve mikið allt hækkar því launin elta þá verðlagið og þá getum við borgað af lánunum okkar. Sömu rök og þeir nota um verðtrygginu á lánum. Þett verður nátturulega að ná í báðar áttir
Ef evra væri hér þá væri stöðugleiki og lágir vextir. sem er númer eitt fyrir fyrirtæki og þarf að leiðandi fyrir almenning og þegar fyrirtæki og almenningur blómstrar þá blómstrar allt í kring.
![]() |
Líflegur ASÍ-fundur í kvöld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Dóri J
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Einfaldar eru lausnir þínar, og þú virðist enga grein gera þér fyrir áhættunni sem þetta hefur fyrir auðlindir okkar. Þær eru enn einkum í sjónum, og m.a.s. er talið að á Drekasvæðinu séu olíuverðmæti fyrir allt að 9.000 milljarða króna. Allt þetta og meira til yrði auðvelt aðgöngu og nýtingar fyrir EBé-þjóðir í stað okkar einna, og kvótahopp og ákvörðun hámarksafla yrði meginlandsveruleiki, hóði minn.
Árgjaldið til EBé væri svo um 25 milljarðar króna árlega. Meðal-EBé-verð á matvælum fylgir ekki í kaupbæti – það er allt annað verð á þeim í Portúgal og á Grikklandi en í Þýzkalandi, Danmörku og Hollandi – og hækkar mjög vegna mikils flutningskostnaðar til afskekktari staða.
Jón Valur Jensson, 19.11.2008 kl. 02:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.