19.12.2008 | 19:13
Flott!
Auðvitað er allt í lagi að hægt sé að auglýsa á RUV en þá á líka að afnema nefskattinn.
Málið með batteri sem er rekið á ríkisstyrkjum að það er engin metnaður fyrir því að gera nokkuð. Það skiptir engu máli þá að stqarfsmaður leggi sig allan fram við að gera gott efni eða bara lufsast og vera áskrifandi að launum.
Rúv er dæmi um það ömurlegt sjónvarp sem myndi aldrei lifa það af ef almenningur fengi að ráða hvort hann væri áskrifandi eða ekki. Allavega ekki eins og þetta er rekið í dag.
Áfram auglýsingar á RÚV | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Dóri J
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hefur þú horft á Rúv nýlega? Eða ertu bara svona ameríkanesaraður að þú þolir ekki evrópskt efni. Persónulega horfi ég eingögnu á Rúv og myndi ekki vilja skipta. Þoli ekki Skjáinn og hans innantómu stefnu. Heiladauðar amerískar sápur og raunveruleikaþættir sem er það lélegasta sjónvarpsefni sem til er. Má ég þá frekar biðja um evrópska þætti og fræðsluefni. En ég náttúrlega vil þurfa að hugsa aðeins þegar ég horfi á sjónvarp................
Heiða (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 19:38
Ef maður vill hugsa, þá les maður góða bók. Ef maður vill slappa af og ekki hugsa neitt, þá sest maður fyrir framan imbann.
Má ég þá biðja um innihaldslitla skemmtiþætti frekar en eitthvað sem þarf svo að velta vöngum yfir þegar maður ætlaði einmitt að sleppa því smá stund :)
Skjár einn er einfaldlega mjög góð sjónvarpsstöð og mun betri en gamla RUV, sem maður neyðist samt til að borga af til að fá að horfa á uppáhaldsþættina á Skjá einum :(
Davíð Oddsson (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 19:45
...og nota bene...
Ég hef ekkert á móti því að fólk horfi á RUV, mér finnst bara að þú og þeir sem vilja horfa á þá stöð borgi þá fyrir það, en að ég og þeir sem vilja frekar horfa á S1 borgi þá ekki fyrir það.
Það að taka RUV af auglýsingamarkaðnum er bara skömminni skárra en hitt. Það er áfram óréttlátt að ég sé að borga RUV fyrir að vera í samkeppni við Skjá einn (og fleiri stöðvar).
Eina réttlætanlega rekstrarform ríkisfjölmiðils er að hann sé ekki í samkeppni um erlent sjónvarpsefni við einkareknar stöðvar, heldur bjóði eingöngu upp á fréttir og fréttatengt efni (má reyndar deila um þann þátt líka) og sýni eingöngu innlent efni og styðji þannig við innlenda dagskrárgerð.
Davíð Oddsson (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 19:50
Hvernig væri að heimta það að stöð 2 verði afrugluð þar sem maður er að fara borga nefskatt.
Bjössi
Bjössi (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 00:21
Þeir sem vilja RÚV eiga að borga fyrir það. Hinir eiga ekki að borga. Að pína fólk sem vill ekki RÚV til að borga fyrir hina er úr sér genginn sóvéthugsunarháttur.
Hörður Þórðarson, 20.12.2008 kl. 07:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.