Og ég stóð í þeirri trú að við myndum fá myndarlegar skaðabætur sem myndu bæta fyrir það tap sem varð þegar Bretar lokuðu bönkunum. Og þá myndi byrðin minnka á íslenskum almenningi. Núna er nokkuð ljóst að við verðum að borga allt sukkið.
En fyrst það er ekki möguleiki á að hreinsa þennan stimpill að þjóðinni er þá ekki ljóst að við erum hryðjuverkamenn eða allavega ríkisstjórnin og bankarnir.
Voru kannski Bretar búnir að ræða við Íslensku ríkisstjórnina um að stöðva útrásaliðið af en ríkisstjórn Íslands vildi kannski ekkert gera til að hrófla við vinum og gæðingum og hefta græðgina og svo þegar seðlabankinn tók af bindiskylduna og frekar opnað á meiri græðgi þá hefðu Bretar neyðst til að setja á okkur hryðjuverkalög.
Maður veit ekki, allavega lítur út fyrir að eitthvað óhreint sé í pokahorninu hjá einhverjum, því ef við værum saklausir þá væri ekkert mál að vinna þetta hefði maður haldið.
Vonlaust dómsmál gegn Bretum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Dóri J
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
,,...þá ekki ljóst að við erum hryðjuverkamenn eða allavega ríkisstjórnin og bankarnir."
Í fyrsta lagi eru þessi meintu ,,hryðjuverkalög" ekki hryðjuverkalög þannig, heldur ná þau yfir margt annað, þetta er því rangnefni á lögunum - Ef ég skil þetta rétt.
Ef ríkisstjórnin er hryðjuverkamenn.. þá er fólkið það líka, því ríkisstjórnin er jú fulltrúar þjóðarinnar og í okkar tilfelli meira að segja kosin af þjóðinni. Það er mjög slæmt að fulltrúar okkar (seðlabankastjóri og ráðherra) skuli tilkynna að ,,við" ætlum ekki að greiða skuldir okkar. Bankarnir voru aldrei einkavæddir að fullu það er augljóst því ,,við" bárum ábyrgð á þeim (tapinu þ.e.a.s., ekki fengum grænan eyrir af hagnaðinum).
Guðjón Atlason (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 16:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.