Eldsneytis verðmunur 15.júni 2008 og 16.jan 2009

Ég get ekki skilið hvernig eldsneyti getur verið svona hátt núna. Kannski
er það vegna þess að olíufélög hafa verið að kaupa fyrirtæki út um allt
sem eru orðin verðlaus og þau fyrirtæki eru kannski að fara á hausinn og þá hækka þeir álagningu.

en s.s ég fór á netið og þá fékk ég þetta út.

15 JUNI 2008 var heimsmarkaðsverð (crude oil) 145$ tunnan þá var gengið
79,48 = 11.524kr
16 Jan  2009 er heimsmarkaðsverð (crude oil) 35$ gengi 129 = 4.515kr

þetta er nú slatti sem munar

verðlisti skeljungs no 33 fyrir 18.júní 2008 þá kostaði
95 oktan kr 178,40
disel        kr 194.80

í dag
95 oktan kr 145,50
disel        kr 165.80

verðmunur á 95 oktan er 33kr af 178kr eða 18.5%
verðmunur á crude oil er 7009kr af 11.524 það er þá 60.8%  það munar er 42.3%
samkvæmt þessu ætti verðið á 95 okt að verða kr 71 lítrinn+ svo 7kr sem
ríkið bætti á um daginn = 78kr

Er ekki eitthvað bogið við þetta eða er útreikningur minn rangur?

Mæli með því að ríkið taki yfir olíufélögin og þjóðnýti (Reyndar gera Geir
og fél. örugglega ekki neitt ).

Einnig á að leggja niður helming bensínstöðva og hafa bara dælur án þjónustu og án sjoppu  í 90% tilfella.
T.d. hver eru rökin fyrir því að hafa margar stöðvar á sama blettinum. T.d á Selfossi 4 stöðvar. Það er albveg nóg að hafa eina, Því það erum við sem borgum fyrir þetta bull.
Það er engin samkeppni í gangi þeir kaupa allt eldsneyti saman og það er sama útsöluverð hjá öllum.


Mæli einnig með því að blaðamenn rannsaki þessi mál og sýni okkur
almúganum hvernig Olíufurstarnir  geti verið að fá þessi verð út


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dóri J

Höfundur

Halldór Jónasson
Halldór Jónasson
Þetta er mín skoðun. Þú hefur líklega aðra skoðun og ég virði það.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Útreikningur
  • Útreikningur
  • Útreikn
  • Línurit
  • linurit 783390.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband