30.1.2009 | 21:23
Ætli samstarfið sé sprungið ??
Ég gat ekki heyrt annað, í þættinum "Í beinni hjá Loga", að minnsta kosti hafði Sigmundur ekki mikla trú á að Samfylking og Vinstrigrænir gætur gert neitt, nema að þeir "Framsókn" legðu þeim línurnar. Undarlegt að þeir hafi gefið þá yfirlýsingu að þeir myndu styðja þá, en svo kemur í ljós að þeir hafa enga trú á samstarfi Samfylkingar og Vinstrigrænna.
Held að samfylking og Vinstri Grænir ættu að leita sér að öðrum flokki til að bakka sig upp, því með framsókn geta þeir átt von á að samstarfið springi á fyrstu hraðahindrun. Svo er líka spurning hvort sjálfstæðismenn séu búnir að melda sig við framsókn og framsókn sé bara að vinna í því að sprengja samkomulagið.
Allavega maður hélt að með því að VG kæmi að stjórn myndir eitthvað gáfulegt fara að gerast en enn og aftur eru framsókn sem heldur hinum í gíslingu, svo eiga framsóknarmenn örugglega eftir að heimta slatta af ráðherrastólum.
Það er bara vonandi að engin kjósi framsókn í næstu kosningu, því þó að þeir væru með eitt prósent fylgi þá myndu þeir heimta nokkra ráðherrastóla.
Telur forsendur fyrir stjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 31.1.2009 kl. 01:15 | Facebook
Um bloggið
Dóri J
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.