18.4.2010 | 22:42
Olíutunnan búin að lækka um 5$ og engin lækkun á Íslandi
Nú hefur olítunnan lækkan á nokkrum dögum úr tæplega 87$ nipur í 82.8$ nærri því 5$ lækkun og einnig hefur genið verið að styrkjast um 2 krónur en það er engin lækkun hjá OlíuMafíunni.
Það gengur ekki að þessir menn komist upp með að okra á eldsneyti sem er nauðsynlegt öllum sem á íslandi búa. (nema 101 rvk). það væri gaman ef ransóknarliðið sem var að skila skýrslunni um bankahrunið myndi kafa í bækur olíufélagana. Er nokku viss að þar kæmi margt upp.
Ég held að það væri best að fækka olíufélögum í 1 félag .
Hafa svo algerlega gegnsætt hve mikið eldsneytið kostar í innkaupum og hver álagninin er.
Fækka svo stöðvum um 60%
Með því væri komin hagræðing og bara þessi hagræðing myndi skila margra krónu lækkun á eldsneytisverði.
Það gengur ekki að þegar ALLIR eru að skera niður þá hækka þeir bara og hækka og opna enn eina stöðina, eins og Atlandsolía vara að gera um daginn..
Voru ekki nógu margar stöðvar til sem eru að bjoða upp á eldneyti á samaverði.
16.4.2010 | 03:05
Ég hélt að helstu rök fyrir verðtrygginu
væru þau að lífeyrissjóðirnir krefjast þess. Samt tapa þeir pening..... kannski er verðtryggingin farin að bíta þá í rassinn því ekki eru launin verðtryggð og þegar verðtryggingin ríkur upp eins og núna hefur gerst þá getur fólk ekki staðið undir þeirri skuldahækkun... eða kannski voru þeir að lána útrásavíkingum veðlaus lán???
Kannski var þetta þannig að lífeyrissjóðirnir dældu pening inn í bankana og svo voru gullkálfanir þar eins og Kaupþings Kristján Arason sem voru að braska með þessa peninga og borguðu sér fleiri milljónir í laun á mánuði og úpsss tapaði því, en eins og hann sagði .."það var voða leiðinlegt en ég er samt skuldlaus" .... (rosalega er ég fegin að hann er skuldlaus eftir að hafa braskað með hundruð milljóna)
Svo almenningur sem fær lánaða smáaura til að kaupa bíl eða íbúð þá þarf að tryggja það í bak og fyrir og það er ekki nóg að útborgunin sé það áhættufé sem kaupandi leggur undir (eins og er annarstaðar í heiminum) heldur þarf lántaki að ábyrgast verðtryggingu og gengisfall, þannig að t.d. þegar Kristján Aranson og co tapa þá þurfa þeir ekki að borga fyrir tapið. Lánin okkar eru bara hækkuð og lífeyriragreiðslur eru minnkaðar...snilldar þjóðfélag.....og það sem meira er það hefur EKKERT breyst eftir hrun.
Græðgi er alsráðandi.
t.d. Vodafone. Símreikningur hjá þeim sem var 1900 krónur var komin upp í 14.000 tveim mánuðum eftir gjalddaga. Þetta er Ísland í dag.
Ég var að borga þessu fyrirtæki tugi þúsunda fyrir net og síma á hverjum mánuði og ég sagði öllu upp. Versla aldrei við þá aftur. Svo þegar ég æsti mig þá sagði gjaldkerinn að mér væri nær að skulda 1900 krónur og henni fannst það ekkert undarlegt að 1900 kallnn var orðin að 14.000.
(rúmlega 700% hækkun) mér finnst eðlileg að ef það dregst að borga reikning þá greiðir maður eðlilega okurvexti 10% + 9% verðtrygginu.
Núna er mottóið hjá mér að ef fyrirtæki notar Intrum eða álíka blóðsugu milliliði þá versla ég ekki við þá.
Vegna þess að þeir sem ætla ekki að borga þeir borga ekki og þeim er alveg skítsama en þeir sem eru að rembast við að borga alla sína reikninga það er verið að níðast á þeim.
Lífeyrisgreiðslur lækka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2010 | 11:24
nú er heimsmarkaðsverð buið að lækka um 2 $ frá því í fyrradag
verðið var 87.40 en er nu 85.45 Ekki hefur mikið farið fyrir þessari verðlækkun.
Svo er annað að það er þetta trix hjá olíufjélögunum að hræra í verðinu upp og niður verðið var 201-204 fyrir nokkrum dögum núna segja þeir að þeir vilji ekki hækka verðið ur 207.???....... Þannig að trixið er að hækka um 4 krónur lækka um 2 hækka um 5 og lækka um eina 1 þannig að þá er komin 6 krónu hækkun en samt voru þeir að lækka verðið og segja öllum það. Og allir eru komnir upp í 207 lámarksverð sumir eins og OLÍS eru með bensínið á 212.
Hættum bara að aka og þá fara þessir fégráðugu olíufurstar á hausinn. Ég ætla að minnka mína keyrslu um 60% á þessu ári.
Sviptingar í bensíninu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.4.2010 | 16:33
Það er aðeins eitt hægt að gera og það er að minnka akstur
Markmið mitt þetta árið er að minnka akstur að lámarki um 60%.
Öll ferðalög í sumar verða á suðurlandi og hámark 100 km fjarlægð frá heimili. Bíllinn verður ekkert notaður um helgar o.g.frv. með þessu ætti að nást 60% minnkun.
Ef þorri landsmanna myndi gera þetta þá verða þeir af 60% af tekjum sínum og þá verður kannski samkeppni.
Svo er verið að vesenast með betri vegi og vegtolla. Núna hefur verð hækka á einu ári frá 147 í 212 þannig að eftir ár þá verður verðið komið í 300-350 kr lítrinn, þá verður enginn á ferð og því þarf ekkert að laga vegi eða reisa vegtollahlið.
Eldsneyti hækkar um 3-4 krónur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.3.2010 | 12:43
Þetta væri ekkert mál ef laun væru þau sömu hér og þar
þá væri 276,4 ódýrt. T.d. eru laun í Noregi og Danmörku ca 100% hærri en hér á Íslandi.
Þannig að allur rekstrakostnaður ætti að vera 100% ódýrari á Íslandi og einnig hýtur verð að miðast við kaupgetu fólks.
En græðgin er svo mikil hjá Olíufélögum að þeir vilja hafa sama útsöluverð og erlendis en borga helmingi minna í rekstrakostnað afgangurinn fer beint í vasa fégráðugra.
Ég held að nýja Ísland sé helmingi fégráðugra en það var áður.
Eldsneytisverð með því lægsta sem gerist í Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.3.2010 | 01:13
he he hver verslar eiginlega við OLÍS.... útrásavíkingar???
Olís hækkar eldsneytisverð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.2.2010 | 10:01
Hvað er í gangi
2.2.2010 var verðið komið uppi 77$
http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2010/02/02/oliuverd_haekkar/
núna 3 dögum síðan og engum fréttum síðan um lækkun, er verðið komið í 73
5$ lækkun.... það er greinilega engin frétt
svo hækkar það um 27 sent... og það er frétt.....
greinilegt að hækkun er bara frétt
Lítilsháttar hækkun á olíuverði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.2.2010 | 22:27
2 jan var verðið um 82$ tunnan
Ekki kom nú frétt um að verðið hefði HRAPAÐ niður í um 72$ sem verðið var komið niður í um síðustu mánaðarmót svo hrekkur það til baka um 2$ og þá er það að rjúka upp????
Ætli olíufélögin hækki ekki líterinn um 3-6 krónur á morgun vegna þessarar gífurlegu hækkunar. En það merkilegasta var að ekki lækkaði eldsneytið um aur þó verðið lækkaði um 10$ á einum mánuði..
Það kemur í ljós á næstu dögum hvað olíufélögin gera.
Olíuverð hækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.1.2010 | 01:18
Land ræningjana
Ef ekkert verður gert við þessa menn þá er þetta sniðugasta leiðin í dag til að græða pening.
Ég hugsa að fjöldi þeirra sem þessa iðju stunda muni þá margfaldast á mjög stuttum tíma.
Reyndar mun krónan ekkert styrkjast við þessa iðju en það er líka frábært því þá græðir þú bara meira.
Þetta er algerlega vinn vinn.
Nema fyrir þá sem eru heiðarlegir og hafa sómatilfinningu og borga brúsann ....... en þeir eru hvort eð er komnir með reikninginn fyrir öllu sukki Bankana og útrásavíkinga og þessir menn þurfa ekkert að óttast, því ekki hefur nokkur maður verðir rukkaður eða handtekin fyrir þann þjófnað.
Þannig að NÝJA ÍSLAND er land þeirra sem taka ...... og eins mikið og mögulegt er.
Yfirheyrðir fram yfir miðnætti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.12.2009 | 23:39
Mér finnst nú merkilegast við þessa frétt að 34 miljónir eru
núna 117 miljónir. Og það merkilegasta er að engin virðist kippa sér neitt upp við það..... eins og það sé alveg ósköp eðlilegt.
Eina sem er sagt að honum var nær að taka erlent lán.
117 milljóna skuld - 296 þúsunda tekjur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Dóri J
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar