Færsluflokkur: Bloggar

Jahérna, Ég sem hélt að við værum saklausir og en ekki hryðjuverkamenn

Og ég stóð í þeirri trú að við myndum fá myndarlegar skaðabætur sem myndu bæta fyrir það tap sem varð þegar Bretar lokuðu bönkunum.  Og þá myndi byrðin minnka á íslenskum almenningi. Núna er nokkuð ljóst að við verðum að borga allt sukkið.

En fyrst það er ekki möguleiki á að hreinsa þennan stimpill að þjóðinni er  þá ekki ljóst að við erum hryðjuverkamenn eða allavega ríkisstjórnin og bankarnir.

Voru kannski Bretar búnir að ræða við Íslensku ríkisstjórnina um að stöðva útrásaliðið af en ríkisstjórn Íslands vildi kannski ekkert gera til að hrófla við vinum og gæðingum og hefta græðgina og svo þegar seðlabankinn tók af bindiskylduna og frekar opnað á meiri græðgi þá hefðu Bretar neyðst til að setja á okkur hryðjuverkalög. 

Maður veit ekki, allavega lítur út fyrir að eitthvað óhreint sé í pokahorninu hjá einhverjum, því ef við værum saklausir þá væri ekkert mál að vinna þetta hefði maður haldið.

 


mbl.is Vonlaust dómsmál gegn Bretum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju lækkar þá ekki eldsneytið hérlendis

Ef raunhækkun gjaldeyris er 40% en eldsneyti erlendis lækkaði úr (var það ekki í tæp150$ hæst og er núna 50$) eftir að það hækkaði aftur um 40% á síðustu dögum.

Hve mörg prósent er lækkun úr 150$ í 50$ ???.

Verðið hérlendis fór hæst í á bensíni í 181,9  og er núna 146. Er að ekki lækkun upp á 24%

Hver er að hirða munin?

 


mbl.is Raungengi krónunnar lækkaði um tæp 40% árið 2008
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott!

Auðvitað er allt í lagi að hægt sé að auglýsa á RUV en þá á líka að afnema nefskattinn. 

Málið með batteri sem er rekið á ríkisstyrkjum að það er engin metnaður fyrir því að gera nokkuð. Það skiptir engu máli þá að stqarfsmaður leggi sig allan fram við að gera gott efni eða bara lufsast og vera áskrifandi að launum.  

Rúv er dæmi um það ömurlegt sjónvarp sem myndi aldrei lifa það af ef almenningur fengi að ráða hvort hann væri áskrifandi eða ekki. Allavega ekki eins og þetta er rekið í dag. 


mbl.is Áfram auglýsingar á RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

OK....... hélt þetta væri frétt um útrásarvíkinga.

En magnað hve létt er að sleppa úr landi með MIIIIIILLLLLJJJJAARRRÐÐÐÐAAA.

Hurfu ekki nokkur hundruð miljónir úr kaupthingi rétt áður en honum var lokað og enginn veit neitt hvar sá peningur er???


mbl.is Reyndi að flytja þýfi úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarna eru réttir menn rukkaðir

Eigur frystar og tekið á þessum mönnum. Hér á Íslandi eru eigur almennings frystar eða gerðar verðlausar og spilafíklarnir(banka, verðbréfaforkólfar og víkingar) ganga lausir og ekki nóg með það heldur eru skuldir þeirra felldar niður.  Er það ekki eitthvað öfugsnúið. Kannski vegna þess að 80% þingmanna er með í sukkinu???
mbl.is Madoff í stofufangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

já þeir eru ekki örvæntingarfullir íslensku ráðamennirnir, hækka frekar gjöldin

Hér er það veikleikjamerki ef gefið er eftir.  Verðbólgumarkmiði skal náð með öllum ráðum.

Var það ekki líka bankastjóri kaupthing sem sagði að hann myndi ekki lækka launin hjá sér þegar bankastjóri Glitnis lækkaði sín  "Vegna þess að það væri veikleikjamerki. 

Allir vita hvernig það fór, Ísland er að fara sömu leið.

 LÆKKIÐ VEXTI OG AFNEMIÐ VERÐBÆTUR STRAX annars erum við í útrýmingarhættu.... ja nema kannski íslenski auðmenn þeir fljóta ofan á. Verst að þegar þeir verða einir eftir þá er engin almúgi til að borga fyrir þá skattinn og sukkið .....


mbl.is Fréttaskýring: Leysa núllprósent vextir vandann í Bandaríkjunum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tæknin sem þeir nota er sú sama

og læknir sem læknar krabbameinssjúkling með því að drepa hann og segja svo hróðugur að krabbameinið sé nú horfið.

Auðvitað munu verðbólgumarkmiðin nást og atvinnuleysi verður örugglega undir 3% 2010.

Reyndar hafa þá tug eða hundruð þúsundir manna farið á hausinn og lögu flutt úr landi. En jíbbii verðgólgumarkðiðn skulu nást með öllum ráðum.

Held þessi menn ættu að fara að spá í eitthvað annað en línurit.

T.d. hvaða fyrirtæki þolir 20%-30% vaxtakostnað í nokkur ár, þau eru fá, hin fara á hausinn.

 


mbl.is Verðbólgumarkmið mun nást 2010
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jíbbí nú er lag að hækka eldsneyti upp í 400kr líterinn

 Nú einhvernvegin verður að borga fyrir sukkið á vonabí þotuliðinu og klúðri stjórnmálananna.

Það er ekki mikið mál að vera stjórnmála maður, ef eitthvað bjára á þá........ hækka skatta.  Hvernig væri að þessi álfar myndu stýra skipinu í rétta átt og koma með tillögur sem leysa vandann þ.e.a.s koma fyrirtækjum í gang aftur, allt er að stöðvast og þurfum að auka framleiðslu á vörum.  Auka sölu á hverju sem er til sölu til erlendra kaupenda.
s.s auka gjaldeyrir inn í landið.   Í stað þess að vera bara í veislum og hátíðum (voru stjórnmálamenn ekki megnið af fyrrihluta ársins á flandri og þá var ekki tímabært að gera neitt) og svo obbobob allt á hausnum........ hækka skattaog álögur og halda svo að það reddi öllu. 

Málið er að við förum af landi brott ef þið farið ekki að vinna ykkar vinnu. Þetta er ekki eins og í gamla daga þegar engin þorði út í hinn stóra heim. Í dag er heimurinn eitt svæði og núna er spurningin hjá mörgum ekki hvort þeir eigi að fara heldur er verið að vinna í því að finna heppilegt land.  Þið eruð búinir að hirða allan sparnað og eigur okkar og ofánalagt skuldsetja okkur fyrir sukki bankastarfsmanna, þá verður mörgum ljóst að það er ekkert sem heldur í okkur hér.


mbl.is Lækkun á hráolíumarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hækka skattana ...... það er leiðin út úr vandanum!!!

Eða það heldur ríkisstjórnin.  

Auðvitað minnka tekjur ríkisins ef

A.  Fólk flytur úr landi eins og þúsundir eru að gera núna (helv gott því þá mælist atvinnuleysið svo lágt og  stjórnmálamenn geta montað sig á því að atvinnuleysi er bara 6%).

B Fólk verður atvinnulaust.

C Fyrirtæki fara á hausin vegna vaxtaokurs.

En nú er bara málið að hækka skatta á þá sem eftir eru (og flýta fyrir því að þeir flyti á brott).

Eftir verður svo hátekju liðið (sem er á skráðum lámarkslaunum, er ekki slatti af þeim skráður með 150 þús króna mánaðarlaun?) og borga því engan skatt því þeir svíkjast unda öllu  og þurfa svo ekki einusinni að borga skatta af gróðanum sem þeir hafa slitið út úr hinum ýmsu fyrirtækjum. 

Nei hér er ekkert að hafa lengur fyrir almenning og ég mun flytja erlendis við fyrsta tækifæri því þetta er búið..................:(

 


mbl.is Tillögur um mikinn niðurskurð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Setja verðtryggingar visitöluna á laun í stað neyslu.

Er ekki neyslu visitala komin í hring?  Vextir og verðbóga hækka vísitöluna og v´sitalan hækkar svo vextir og verðbólgu. Svo held ég hún hafi nú hoppað eitthvað upp við alla þessa Range rovera sem vonabí ríkaliðið keypti. (og við almeningur erum að borga núna)

Ef vísitalan er sett á laun þá endurspeglar hún almennar tekju og tekjur eru náttururlega það sem borgar lánið.


mbl.is Vilja þak á verðtryggð lán og frystingu uppboða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Dóri J

Höfundur

Halldór Jónasson
Halldór Jónasson
Þetta er mín skoðun. Þú hefur líklega aðra skoðun og ég virði það.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Útreikningur
  • Útreikningur
  • Útreikn
  • Línurit
  • linurit 783390.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband