Færsluflokkur: Bloggar

Afhverju er Davíð svona ómissandi?

Af hverjur er stígur davíð ekki til hliðar? Nú er ríkisstjórnin farin frá og fjármálaeftirlit. Nú verða kostningar og umboð endurnýjað og TRAUST, ef meirihluti kýs sjálfstæðismenn þá stýra þeir næstu ríkisstjórn og þá eru þeir búnir að endurnýja traustið.

Sama á að gilda með seðlabankastjóra.
Hann á að stíga til hliðar og þar sem hann heldur að hann sér ómissandi og enginn annar geti stýrt seðlabanka, þá hýtur hann að verða endurráðinn þegar auglýst verður eftir seðlabankastjóra. Annað væri bara rugl.....

Ef hann myndi stíga til hliðar myndi umheimurinn sjá að hér er verið að vinna í því að endurnýja TRAUST. Á því byggist starf ríkisstjórnar og seðlabankastjóra. Því þeir sem hafa traustið koma okkur í gegnum þetta.

Maður sem neitar að segja af sér er líklega ekki að hugsa um hag Íslands, því hvers vegna ætti hann að vera meira ómissandi en aðrir þjóðfélagsþegnar.

Og þó svo að hann hafi ekki gert neitt saknæmt þá fór Ísland á hausinn á hans vakt og hann þarf að endurnýja ráðningarsamning sinn.
Enginn er ómissandi ekki ég, og ekki Davið Oddson.
Eða mun Ísland deyja út þegar Davíð deyr?


mbl.is Björn: Réttmæt ábending Davíðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

og eldsneytið.........af hverju lækkar það ekki.

Af hverju lækkar það ekkert. Heimsmarkasverð í sögulegu lámarki, gengið styrkist og styrkist en hámarkslækkun 2 kr.  Svo þegar einhver gerir gat á leyðslu í Nigerí þá eru þeir fljótir að hækka um 6 kronur.

Samkvæmt mínum útreikningum þá ætti bensín líreinn á fullu verði (með þjónustu) að vera ca 100 kall og þá er tekinn með hækkunin sem síðasta ríkisstjórn klíndi á líterinn. sjá hér http://dj.blog.is/blog/dj/entry/788824.

Mæli með því að mótmælendur taki sig saman og mótmæli engri lækkun.

 Væri kannski best ef Steingrímur taki af þessu olífurstum leyfið til að selja eldsneyti og stöðvum verði fækkað um 60%  og einn innflytjandi (það er þannig reyndar núna ) og ríkið sjá um að hér sé eðlilegt eldsneytisverð.... Það er hvort eð er engin samkeppni, þannig að ekki er mikill missir af því.

 


mbl.is Vöruverð á að lækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki komin tími til að lækka eldsneytis verð? Sjá graf um mun.

Jæja er ekki komin tími til að virkja mótmælendur í að láta olíufursta íslands lækka eldsneytisverð.

Ég fór aðeins að skoða þróun og sé að álagnin hefur aukist gríðarlega.   

Ég fékk uuplýsingar á vefsíðu skeljungs , gengið er frá Glitni, og verða á crude oil er frá http://www.eia.doe.gov/

Til þess að nálga línurnar þá deili ég verðið á crude oil með 55. Eins og sjá má eru línurnar þokkalega samstæðar til að byrja með en 1.10.2008 byrjar að draga á milli.    

Ef verð á bensíni væri í sama leveli og crude oil, þá væri lítraverð um 90 kr svo myndi bætast við aukaskatturinn frá fyrverandi ríkisstjórn. þannig að raunverð í dag ætti að vera rett um 100kr.

 

Línurit



Útreikningur
mbl.is Egó-stöðvar heyra sögunni til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tengja íslensku krónuna við þá norsku það er málið

Það er nokkuð langt síðan Steingrímur kom með þessa tillögu.

Ég persónulega held að þetta sé langbesta og kostnaðar minnsta leiðin fyrir okkur út úr þeim ógöngum sem við erum í. Tengja íslensku krónuna við þá norsku og þá erum við með stórt bakland sem stendur með okkur.
Við eigum miklu meiri samleið með Norðmönnum núna heldur en ESB, svo seinna þegar allt er komið á réttan kjöl þá gætum við farið í aðildarviðræður með norðmönnum ef þeim og okkur hugnast svo. Þá ættum við að geta fengið mun betri samninga um að halda okkar auðlindum.

Og fyrir þá sem eru að baula, þá er ég feginn að loksins sé kominn maður í ríkisstjórn sem hefur skýra stefnu og gengur rösklega til verka. Ekkert helv. hum eins og Geir, sem var skít hræddur að stíga á tær Dabba og annars sem stýra sjálfstæðisflokkinum. 

Og ef við tengjum ísl krónuna við norsku þá leggst seðlabanki Íslands niður, og þá þurfum við ekki að greiða Dabba og co. NOKKUR HUNDRUÐ MILJÓNIR  fyrir að hætta.
þar er strax komin ansi góður sparnaður....


mbl.is Hugnast norska krónan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ok það er ekki stjórnakreppa

og sagði ekki formaðurinn fyrir stuttu í viðtali að það væri engin kreppa. Þetta er allt bara hugaburður okkar. Og það er líka hugarburður að allir vilja að ríkisstjórn og seðlabankastjóri hverfi t.d. vilja þeir sjálfir ekki fara, og þeir verða nátturulega að hafa vit fyrir sauðunum sem ekkert getur gert annað en látið slátra sér í boði örfárra sjáftökuliða sem tönnlast á því að þeir hafi ekki gert neitt ólöglegt...

 


mbl.is Viljum ekki stjórnarkreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ok og við trúum þér vegna þess......

Að þú hefur náð í MIKLU meiri pening úr sjóðum Kaupþings... algerlega löglega. ....Reyndar er Ísland á hausnum vegna þess, en allt er .... (leyfilegt) löglegt .
mbl.is Ekkert óeðlilegt við viðskiptin við Al-Thani
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gósentíð hjá öryggisfyrirtækjum

Nú er bara málið að stofna öryggisfyrirtæki til að vernda aðalin fyrir almúganum.
Kannski næsta bóla. 
Hver þingmaður þarf kannski bráðlega 3-4  öryggisverði allan sólarhringinn. (þ.e.a.s ef þeir fara ekki að gera neitt að viti.)

 


mbl.is Allir tiltækir lögreglumenn við Alþingishúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það vantar alveg skýra stefnu hjá GEIR og fél.

Af hverju koma þessir spekingar í ríkisstjórn ekki með skýra stefnu. Eina sem þeir segja er "Ég varaði við þessu".  Davíð  sagði líka að hann hefði varað við þessu.

En af hverju gera þessir menn þá ekkert til að afstýra því sem þeir sjá fyrir að er að gerast. Eru þeir ekki starfi sínu vaxnir?

T.d. núna er vaxta okur og verðtrygging að drepa allt, og það er algerlega óháð kreppu. Gjaldeyriskreppan hefur látið fólk halda að sé höndum og enginn kaupir neitt nema í matinn.

Þannig að ef enginn verslar vöru þá drepst allt atvinnulíf og háir vextir og verðbætur flýta fyrir dauða þeirra því ekkert fyrirtæki getur rekið sig án þess að selja vöru og allar skuldir á 20-30% vöxtum.

Núna þarf að lækka vexti strax, frysta verðbætur  og gera allt til þess að hér þrífist atvinna og þjónusta.
Svo þegar það er komið þá er hægt að fara að karpa um hitt og þetta.. ESB eða evru eða hvað sem er.

Það vantar að skýra frá stefnu ríkistjórnarinnar. Segja við almenning hvað verið er að gera og hvað muni verða gert (annað en að hækka gjöld sem er engin lausn) og hvernig þeir muni koma okkur í gegnum þetta.  

Því kreppan er ekki komin , það eru bara allir að bíða eftir henni og versla því ekkert ..........


mbl.is Kreppan getur dýpkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjargið íslandi

Ég held að núna þurfi að lækka vexti eins og skot til þess að fyrirtæki og almenningur lifi kreppuna.
Þessir vextir eru að drepa öll fyrirtæki og almenning landins.
En þá væla menn að þeir sem eigi pening geti ekki ávaxtað hann.

Vextir ættu bara að vera af rekstri ef hann er að vaxa því þá getur atvinnuvegurinn og almenningur greitt vexti af vextinum, og þá geta þeir sem setja pening í fjármögnun grætt á því.

En með þessu áframhaldi drepast flest öll fyrirtæki og hvar eiga þá peningamenn að ávaxta peninginn sinn, samanber lífeyrisjóðir. Þeir eru á móti lækkunvaxta og frystingu verðbóta þvi þá tapa þeis svo miklu.
Ælti þeir tapi ekki meiru ef fólk verður atvinnulaust og borgi því nær ekkert í lífeyrissjóð eða flytur af landibrott eða drepur sig... Reydar græða þeir á því ef maður drepur sig því þá halda þeir þeim pening sem settur hefur verið inn í lífeyrissjóðinn..... er það kannski stefnan.


mbl.is Raunvextir vel yfir 10%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Dóri J

Höfundur

Halldór Jónasson
Halldór Jónasson
Þetta er mín skoðun. Þú hefur líklega aðra skoðun og ég virði það.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Útreikningur
  • Útreikningur
  • Útreikn
  • Línurit
  • linurit 783390.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband