Það vantar alveg skýra stefnu hjá GEIR og fél.

Af hverju koma þessir spekingar í ríkisstjórn ekki með skýra stefnu. Eina sem þeir segja er "Ég varaði við þessu".  Davíð  sagði líka að hann hefði varað við þessu.

En af hverju gera þessir menn þá ekkert til að afstýra því sem þeir sjá fyrir að er að gerast. Eru þeir ekki starfi sínu vaxnir?

T.d. núna er vaxta okur og verðtrygging að drepa allt, og það er algerlega óháð kreppu. Gjaldeyriskreppan hefur látið fólk halda að sé höndum og enginn kaupir neitt nema í matinn.

Þannig að ef enginn verslar vöru þá drepst allt atvinnulíf og háir vextir og verðbætur flýta fyrir dauða þeirra því ekkert fyrirtæki getur rekið sig án þess að selja vöru og allar skuldir á 20-30% vöxtum.

Núna þarf að lækka vexti strax, frysta verðbætur  og gera allt til þess að hér þrífist atvinna og þjónusta.
Svo þegar það er komið þá er hægt að fara að karpa um hitt og þetta.. ESB eða evru eða hvað sem er.

Það vantar að skýra frá stefnu ríkistjórnarinnar. Segja við almenning hvað verið er að gera og hvað muni verða gert (annað en að hækka gjöld sem er engin lausn) og hvernig þeir muni koma okkur í gegnum þetta.  

Því kreppan er ekki komin , það eru bara allir að bíða eftir henni og versla því ekkert ..........


mbl.is Kreppan getur dýpkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dóri J

Höfundur

Halldór Jónasson
Halldór Jónasson
Þetta er mín skoðun. Þú hefur líklega aðra skoðun og ég virði það.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Útreikningur
  • Útreikningur
  • Útreikn
  • Línurit
  • linurit 783390.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband